Skilmálar

Curtisson Kids er Íslensk netverslun sem selur barnaleikföng og fylgihluti. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu á pöntunum yfir 10.000kr, annars bætist 995 kr í sendingarkostnað. Allar sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið kosta 1.490kr.

UPPLÝSINGAR UM SELJANDA
Seljandi er 203 ehf, kt. 51.11.09-1160 og er með lögheimili í Laufrima 12A, 112 Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig þroskaleikföngum fyrir börn á aldrinum 1-5 ára.

VERÐ
Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna. Einungis einn afsláttarmiða er hægt að nota við hverja sölu nema annað sé tekið fram.

GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Boðið er upp á að greiða með bankamillifærslu, greiðslukorti, Pei og Netgíró í Curtisson Kids netverslun. Þegar um millifærslu er að ræða hefur kaupandi sólarhring frá því að pöntunin er gerð til þess að ganga frá greiðslu í gegnum banka. Sé greiðsla ekki móttekin innan þess tíma mun pöntunin eyðast. Varan verður afgreidd þegar að greiðslukvittun hefur borist á netfangið curtisson@curtisson.is.

Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard, Amex, JCB Visa, Dankort, Diners Club eða staðgreiða með debetkorti. Curtisson Kids netverslun notar örugga greiðslugátt frá Valitor. Þegar greitt er með Netgíró þarf að skrá sig inn á www.netgiro.is með kennitölu og lykilorði. Þegar gengið hefur verið frá kaupum, mun reikningur frá Netgíró birtast í netbanka með allt að 14 daga vaxtarlausum greiðslufresti.

Það tekur í flestum tilvikum 1-2 virka daga að fá vöruna í hendurnar eftir að pöntun er móttekin, en pantanir eru ekki sendar út um helgar.

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR
Kaupandi hefur 10 daga til þess að hætta við kaupin og er varan endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt. Varan skal vera ónotuð, henni sé skilað í góðu lagi, í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Skilafresturinn hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Varan skal endursenda til 203 ehf í Laufrima 12A, 112 Reykjavík. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru Afhenta. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

HÖFUNDARÉTTUR OG VÖRUMERKI
Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.curtisson.is eru eign 203 ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá 203 ehf. Curtisson Kids og Curtisson er skráð vörumerki í eigu 203 ehf. og ekki má nota það í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá 203 ehf. Curtisson er Íslenskt vörumerki og Curtisson Kids er barnaverslun sem selur vörur frá alls staðar úr heiminum en þó aðalega Evrópu.

TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Varnarþing Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

HAFA SAMBAND
Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið curtisson@curtisson.is ef einhverjar spurningar vakna.

0